Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • fös. 29. mar.

    Töluverð hætta
  • lau. 30. mar.

    Töluverð hætta
  • sun. 31. mar.

    Töluverð hætta

N og NA stórhríð gekk yfir svæðið í lok síðustu viku og féllu náttúruleg snjóflóð víða. Talsverð uppsöfnun hefur átt sér stað í SA - NV vísandi hlíðum og eru vindflekar óstöðugir í þessum viðhorfum. Áfram er spáð NA hvassviðri og snjókomu til fjalla.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

NA hríðarveður gekk tvisvar yfir svæðið í síðustu viku og hafa vindflekar í þessum viðhorfum stækkað talsvert. NA snjókoma heldur áfram um helgina.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Í síðustu viku snjóaði mikið í tveimur NA-stormum. Snjór hefur því víða skafið og myndað þykka vindfleka. NA áttir hafa svo haldið áfram síðustu daga með frekari skafrenning til fjalla. Veikleiki fannst á milli laga af nýrri og eldri skafsnjó í gryfjum af svæðinu. Undir skafsnjónum er víðast stífur umhleypingasnjór. Vindflekar í SA - NV lægum viðhorfum hafa stækkað talsvert og eru víða taldir óstöðugir ennþá. Fólk ætti að forðast brattar brekkur næstu daga á meðan snjóþekja jafnar sig.

Nýleg snjóflóð

Mörg snjóflóð féllu á svæðinu eftir N-NA stórhríð í síðustu viku en ekkert hefur verið tilkynnt síðan.

Veður og veðurspá

NA 10-15 m/sek til fjalla með lítilsháttar snjókomu á föstudag. Bætir lítillega í snjókomu og hvessir með laugardeginum og bætir enn meira í snjókomu með Sunnudegi.

Spá gerð: 28. mar. 14:21. Gildir til: 29. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica