Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 8-15 m/s, en sums staðar 10-18 norðvestantil. Dregur smám saman úr vindi á morgun. Rigning með köflum vestanlands, talsverð um tíma í nótt og hiti 9 til 15 stig, en víða bjartviðri og hiti 15 til 22 stig eystra.
Spá gerð: 10.07.2024 21:12. Gildir til: 12.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag og laugardag:
Sunnan 8-15 m/s og rigning með köflum og hiti 10 til 15 stig, en hægari austantil, víða bjartviðri og hiti 15 til 23 stig.

Á sunnudag:
Suðlæg átt, 5-10 m/s, skýjað vestantil og dálítil væta með ströndinni, annars hægviðri og víða léttskýjað, en sums staðar þoka með austurströndinni. Áfram hlýtt í veðri, einkum eystra.

Á mánudag og þriðjudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, stöku síðdegisskúrir sunnantil og líkur á þoku eða súld við sjávarsíðuna. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir breytilega vindátt með vætu um vestanvert landið, en úrkomulítið fyrir austan. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.
Spá gerð: 10.07.2024 20:04. Gildir til: 17.07.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Víðáttumikil hæð suður í hafi beinir mildum suðlægum áttum til landsins, strekkingur eða allhvasst norðvestantil í kvöld og nótt. Reikna má með hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og Ströndum og víða snörpum vindhviðum við fjöll. Á morgun nær suðvestanáttin sér einnig á strik á Tröllaskaga og við Eyjafjöð.
Þannig myndast varasamar aðstæður fyrir ferðamenn og útivistarfólk, en einnig þurfa vegfarendur að huga vel að farartækjum sem taka á sig mikinn vind, ekki síst ef ekið er með aftanívagn. Gul viðvörun vegna vinds er í gildi fyrir Breiðafjörð.

Útlit er fyrir vætu á vestanverðu landinu næstu daga, en að mestu þurrt og víða bjart fyrir austan þar sem hitinn fer upp í eða yfir 20 stig.
Spá gerð: 10.07.2024 16:25. Gildir til: 11.07.2024 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica