Fréttir
Jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli 12.-14. apríl 2010.

Eldsumbrot í Eyjafjallajökli

14.4.2010

Jarðskjálfti, 2,5 á stærð og á 6-7 km dýpi, mældist rétt fyrir kl. 23 í gærkvöldi í Eyjafjallajökli. Í framhaldinu fjölgaði skjálftum mjög mikið og urðu þeir mun grynnri, á innan við 2 km dýpi. Smáskjálftar komu fram á mínútufresti fram til kl. 01 eftir miðnætti. Upptökin voru í suðvesturhluta Eyjafjallajökuls, við Fellshaus.

Skjálftarnir komu fram sem órói. Um kl. 01:00 jókst órói á lægri tíðnum á mælum kringum jökulinn. Upptök virtust vestar í jöklinum en áður.

Rétt fyrir kl. 7 í morgun fór vatn við Gígjökul að vaxa mjög hratt og hefur það runnið í Markarfljót. Það bendir til að eldgos sé undir toppgíg Eyjafjallajökuls. Ekkert vatn hefur runnið suður af jöklinum.

Lágskýjað er við Eyjafjallajökul og lítið skyggni.

Fylgist með nýjum upplýsingum um eldsumbrotin í grein um framvinduna. Ef smellt er á borðann Eyjafjallajökull efst á forsíðu opnast sama grein.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica