Tíðarfar í október
Stutt yfirlit
Tíð í október var nokkuð sveiflukennd. Í mánuðinum voru allmargir hlýir dagar en einnig kaldir dagar á milli. Að tiltölu var hlýjast vestanlands en svalara og úrkomusamara norðan- og austanlands. Fyrsti snjór vetrarins féll á Norðurlandi.
Hiti
Meðalhiti í Reykjavík var 5,4 stig og er það 1,0 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 3,1 stig, 0,1 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,9 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 5,0 stig og 4,7 stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhita
og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöð | meðalhiti °C | vik 1961-1990 °C | röð | af | vik 2009-2018 °C |
Reykjavík | 5,4 | 1,0 | 35 | 149 | 0,2 |
Stykkishólmur | 5,0 | 1,1 | 40 | 174 | 0,0 |
Bolungarvík | 4,4 | 1,0 | 34 | 122 | 0,0 |
Grímsey | 4,5 | 1,5 | 27 | 146 | 0,0 |
Akureyri | 3,1 | 0,1 | 72 | 139 | -0,9 |
Egilsstaðir | 3,3 | 0,2 | 35 til 36 | 65 | -1,1 |
Dalatangi | 4,8 | 0,3 | 44 til 45 | 82 | -0,9 |
Teigarhorn | 4,7 | 0,3 | 59 | 147 | -0,9 |
Höfn í Hornaf. | 4,7 | -0,6 | |||
Stórhöfði | 5,7 | 0,7 | 39 til 40 | 142 | -0,2 |
Hveravellir | -0,4 | 0,8 | 22 | 55 | -0,3 |
Árnes | 4,1 | 0,6 | 52 | 140 | -0,2 |
Að tiltölu var hlýjast um landið vestanvert en kaldast á Austurlandi (sjá mynd). Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,4 stig á Keflavíkurflugvelli og á Reykjanesbraut. Neikvætt hitavik var mest -1,4 stig á Gagnheiði.
Hitavik sjálfvirkra stöðva í október miðað við síðustu tíu ár (2009-2018).
Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey 6,8 stig en lægstur -2,5 stig á Gagnheiði. Í byggð var meðalhitinn lægstur 0,1 stig í Möðrudal.
Hæsti hiti mánaðarins mældist 15,3 stig í Grindavík þ. 8. Mesta frost í mánuðinum mældist -17,1 stig á Grímsstöðum á Fjöllum þ. 23.
Úrkoma
Mánuðurinn var fremur þurr á Vesturlandi en úrkomusamara var á Norðaustur- og Austurlandi.
Úrkoma í Reykjavík mældist 77,4 mm sem er um 90% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 97,6 mm sem er 70% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 31,4 mm sem er meira en helmingi minna en meðallag áranna 1961 til 1990. Á Höfn mældist úrkoman 156,8 mm.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 10, fimm færri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru jafn margir og í meðalári.
Alhvítir dagar á Akureyri voru 7, þrír fleiri en í meðalári. Í Reykjavík var alautt allan mánuðinn.
Sólskinsstundafjöldi
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 82,0 sem er 1,5 stundum færri en að meðaltali 1961 til 1990. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 67,6 sem er 16,1 stund yfir meðallagi áranna 1961 til 1990.
Vindur
Vindur á landsvísu var 0,6 m/s yfir meðallagi. Austanáttir voru ríkjandi í mánuðinum en sunnan og norðanáttir skiptust á. Hvassast var á landinu þ. 24. (norðanhvassviðri).
Loftþrýstingur
Meðalloftþrýstingur í Reykjavík í mánuðinum mældist 1008,2 hPa og er það 5,9 hPa yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 1036,4 hPa á Eyrarbakka og á Reykjavíkurflugvelli þ. 28. Lægstur mældist loftþrýstingurinn 969,3 hPa í Önundarhorni undir Eyjafjöllum þ. 7.
Fyrstu tíu mánuðir ársins
Meðalhiti fyrstu tíu mánuði ársins í Reykjavík var 6,7 stig sem er 1,6 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 6.sæti á lista 149 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna tíu 5,3 stig. Það er 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en jafnt meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 18. sæti á lista 139 ára. Úrkoma í Reykjavík hefur verið 12% umfram meðallag og 30% umfram meðallag á Akureyri.
Skjöl fyrir október
Meðalhiti
á sjálfvirkum veðurstöðvum í október 2019
(textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á þremur ákveðnumveðurstöðvum er hægt sækja í sérstaka töflu.