Fréttir
Úr vinnuferð eftir goslok.

Vefgreinar um Bárðarbungu og Holuhraun

Náttúruvárborðinn fjarlægður

10.4.2015

Um mánaðamótin var náttúruvárborðinn fjarlægður úr haus vefsins. Meðan á náttúruváratburðunum stóð var hann hentugt safn flýtileiða á margvísleg málefni er vörðuðu jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni.

Flýtileiðirnar er nú að finna í samantektargrein.

Eftirlit með niðurstöðum gasmælinga í kringum hraunflákann er enn stöðugt, bæði á vegum Veðurstofu og annarra stofnana, og góð samvinna þar á milli, sjá ust.is. Gasdreifingarlíkanið er enn virkt en reglubundin textaspá um gasdreifingu er ekki lengur gefin út. Gefi mælingar aftur á móti til kynna að mengun nái heilsuverndarmörkum í lengri tíma verður gert viðvart.

Eftirlit með jarðhræringum minnkar ekki og verði vart við marktækar breytingar, verður náttúruvárborðinn virkjaður á ný.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica