Fréttir
Jarðskjálftahrina við Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina við Bárðarbungu

16.8.2014

14:52 Um klukkan þrjú í nótt (16. ágúst) hófst jarðskjálftahrina við Bárðarbungu. Á þriðja hundrað jarðskjálftar hafa þegar mælst. Stærstu skjálftarnir eru um og yfir þrjú stig að stærð. Þessi hrina er sú öflugusta sem hefur orðið á þessu svæði um árabil.

Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna þessa og hefur flugmálayfirvöldum verið gert viðvart. Vísindamannaráð almannavarna mun funda um málið síðar í dag.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica