Fréttir

Ljósmyndir frá Skaftárhlaupi

Flogið yfir flóðvatnið

21.1.2014

Flóðið í Skaftá er talið hafa náð hámarki í gær.

Upptök hlaupa í Skaftá eru undir tveimur jarðhitakötlum í Vatnajökli. Þegar hleypur úr þeim rennur vatnið fyrst um 40 km undir jöklinum og síðan 20 km eftir farvegi Skaftár áður en það kemur að fyrsta vatnshæðarmæli, sem er viðvörunarmælir við Sveinstind. Skaftárhlaup fara að stærstum hluta niður Eldvatn og rennslismælir við Ása hefur sýnt að þetta hlaup er fremur lítið.

Nánar má lesa um upphaf flóðsins og framvinduna í fyrri fréttum.

Þessar ljósmyndir voru teknar af Reyni Ragnarssyni eftir hádegi í gær, 20. janúar 2014:

Skaftá við Kirkjubæjarklaustur, séð til austurs. Systravatn uppi á heiðinni. Systrafoss. Nýibær, húsin næst á myndinni.

Bæirnir Hunkubakkar og Ytri-Dalbær, Skaftá og Rásin (hægri kvíslin) horft í norðaustur.

Horft niður Skaftá neðan Skaftárdals, Skálarheiði. Hái bratti hóllinn heitir Árhóll.

Horft upp Skaftá neðan Skaftárdals. Sjá má vestari brúna hægra megin á myndinni.

Horft upp Skaftá neðan Skaftárdals, víðara sjónarhorn. Þarna greinist áin í Eldvatn og Skaftá.

Ljósmyndir: Reynir Ragnarsson.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica