Fréttir
flóðfarvegur
Flóðið við Gígjökul kl. 19:10 þann 15. apríl 2010. Myndin er tekin úr Landhelgisgæsluflugi.

Vinnustofa um hættur vegna jökulhlaupa

Hvaða lærdóm má draga af Eyjafjallajökli?

18.8.2011

Fimmtudaginn 25. ágúst 2011 kl. 08:30 – 17:30
Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7-9

Áhættustjórnun vegna flóðahættu og minnkun áhættu: Lærdómur af Eyjafjallajökli 2010

Bakgrunnur

Mörg jökulhlaup urðu í kjölfar eldgosins í Eyjafjallajökli í apríl 2010 og ollu þau skemmdum á mannvirkjum og flæddu yfir tún og beitilönd. Snemma morguns, þann 14. apríl hófst eldgos í öskjunni undir Eyjafjallajökli, sem varð til þess að flytja þurfti yfir 800 íbúa í nágrenni við eldfjallið. Fyrsta jökulhlaupið sem varð í kjölfar gossins, kom fram bæði úr norður og suðurhluta jökulhettunnar og áhrifa þess gætti á 57,5 km2 svæði annars vegar og 1,5 km2 svæði hins vegar. Annað jökulhlaup kom fram 15. apríl og bar með sér mikið magn af jökulís. Þetta hlaup breiddist hratt út niður Markarfljót og varð til þess að rýma þurfti byggð svæði í annað sinn.

Markmið vinnustofunnar

Vinnustofan verður vettvangur til að deila vísindalegri þekkingu um nýafstaðin jökulhlaup úr Eyjafjallajökli. Sér í lagi, verður kynning á fyrstu niðurstöðum bresks verkefnis við Gígjökul, sem Háskólinn í Newcastle stendur fyrir og er styrkt af Náttúru- og umhverfisrannsóknarstofnun Bretlands (e. Natural Environment Research Council). Fulltrúar stofnana sem takast á við áhættustjórnun og flóðavá eru hvattir til að mæta. Vísindalegur skilningur okkar á jökulhlaupum vegna eldgosa, mun verða kannaður og ræddur með fyrirlestrum og óformlegum umræðum, og mun þannig koma að gagni við forgangsröðun rannsókna. Að auki mun skapast tækifæri til óformlegra tengslamyndana.

Viðburðir

Stærstu drættir í gagnvirkri efnisskrá verða sem hér segir:

 • 08:30 Kaffi
 • 09:00 Opnunarávarp og efnisyfirlit
 • 09:15 Jökulhlaup úr Eyjafjallajökli: Athuganir og skilningur
 • 11:30 Hádegisverður á Veðurstofunni
 • 12:00 Kaffi og óformlegar umræður
 • 12:30 Jökulhlaup vegna eldgosa: Dæmi frá Íslandi og Nýja Sjálandi
 • 13:00 Umræður: Áhættustjórnun vegna hlauphættu við Eyjafjallajökul
 • 14:30 Kaffi
 • 15:00 Umræður: Ályktanir af vöktun og stjórnun á ám sem hlaupa
 • 17:00 Niðurstöður og forgangsröðun rannsókna í framtíðinni
 • 17:30 Móttaka

Vinnustofan verður haldin á Veðurstofu Íslands. Þátttaka er takmörkuð við u.þ.b. 20 manns vegna skorts á húsrými. Þátttaka er gjaldfrjáls með mat. Ef séróskir eru varðandi aðgengi eða matarræði, vinsamlegast takið það fram í tölvupósti (sjá neðst). Vegna fjölda erlendra fyrirlesara verður vinnustofan haldin á ensku.

Leiðbeiningar um þátttöku

Ef þú óskar eftir að taka þátt í vinnustofunni, þá vinsamlegast hafðu samband við Matthew J. Roberts á Veðurstofu Íslands (matthew[at]vedur.is).  Þátttaka verður byggð á fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni, ef svo má segja. Síðasti dagur til að skrá sig í vinnustofuna er mánudagurinn 22. ágúst 2011. Athugið, að vegna fjölda erlendra fyrirlesara verður vinnustofan haldin á ensku.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica