Fréttir
gosmökkur úr Eyjafjallajökli
Gosmökkur úr Eyjafjallajökli. Dökk aska fer til suðurs í norðanáttinni 17.04.2010.

Gosmökkurinn í gær

18.4.2010

Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli sást vel í gær en kom ekki fram á ratsjá Veðurstofunnar frá því fyrir kl. 08 og er að líkindum undir 3 km hæð.

Vísbendingar eru um að mikið hafi dregið hafi úr öskufalli undir Eyjafjöllum. Talsverður gosórói mældist fyrri hluta nætur og aftur um kl.07 og hefur haldist verulegur. Ekki hefur orðið vart flóða.

Flýtileið fyrir upplýsingar um gosið er í borðanum Eldgos, efst á forsíðu vefs Veðurstofunnar.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica