Hafís á norðanverðu Grænlandssundi
Meiri en í meðalári
Á gervihnattamyndum frá því 21. október sést að hafís er kominn inn á norðanvert Grænlandssund, eða suður af Scoresbysundi. Þetta er heldur meiri hafís á þessu svæði en í meðalári í október.
Undanfarna daga hefur hafísinn verið að færast heldur suður á bóginn og má búast við að sú þróun haldi áfram.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hafísinn meðfram austurströnd Grænlands og hvernig hann teygir sig suður fyrir Scoresbysund. Hafísröndin var 21. október u.þ.b. 190 km norðvestur af Vestfjörðum.
Meiri upplýsingar um hafísinn og veðurspá á Grænlandssundi næstu daga er á hafíssíðunum.