Fréttir
Grímsstaðir á Fjöllum
Grímsstaðir á Fjöllum.

Veðurstöðin Grímsstaðir á Fjöllum hundrað ára

26.9.2007

Veðurstöðin Grímsstöðum á Fjöllum er eitt hundrað ára um þessar mundir. Skeytasendingar hófust þaðan 1. janúar 1907 og hafa athuganir verið gerðar þar síðan.

Af íslenskum veðurstöðvum eru Grímsstaðir og aðrar stöðvar í nágrenninu næst því að vera í meginlandsloftslagi. Þar er að jafnaði mjög kalt að vetri til, en jafnframt koma þar margir hlýir og góðir sumardagar. Úrkoma er lítil og stöðin að jafnaði meðal þurrustu stöðva landsins.  

Grímsstaðir eiga, ásamt Möðrudal, opinbert landslágmark í hita. Á báðum stöðvum mældist -38 stiga frost þann 21. janúar 1918.  

Sjá ítarlegri umfjöllun um Grímsstaði.

 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica