Fréttir
Þorsteinn Þorsteinsson talaði um bráðnun jökla í vísindakaffi í Súfistanum, Máli og menningu, miðvikudaginn 26. september 2012. Þetta var einn af mörgum kaffifyrirlestrum í aðdraganda Vísindavöku. Markmiðið er að færa vísindin nær fólki og sýna hvernig störf vísindamanna hafa áhrif á daglegt líf okkar allra.