Fréttir
Eyjafjallajökulsgosið olli þremur flóðum vorið 2010. Það fyrsta var jökulhlaup við upphaf gossins þann 14. apríl en 19. maí kom eðjuflóð þar sem stór fleki af ösku fór af stað uppi á jöklinum og smurði farveginn með steypulíkri áferð alveg niður á láglendi. Þriðja flóðið, sem varð 10. júní, var vegna mikillar úrkomu en þá skolaðist aska úr mörgum farvegum og áin flæddi yfir varnargarða. Sveinn Brynjólfsson, starfsmaður Veðurstofunnar, við mælingar þann 12. júní.