Fréttir
Á vefsetrinu MODIS Rapid Response System var nýlega farið að birta samsetta mynd af norðurheimskautssvæðinu þannig að nokkuð samfelld yfirsýn fæst. Ef ský byrgja ekki sýn þá kemur Ísland vel fram, t.d. 19. júní 2009. Rauði blærinn á þessari mynd, sem sýnir aðeins syðsta hluta svæðisins, er til þess gerður að draga fram ísbreiður og þörungaflekki.