Áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi
Ársfundur Veðurstofunnar verður haldinn á fimmtudaginn 30. mars. Þema fundarins er áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi. Áhrif loftslagsbreytinga má finna víða á Íslandi. Í hafinu, í lífríkinu, á jöklunum og víðar greinum við breytingar, þó ekki í veðrinu segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslagsrannsókna á Veðurstofunni og einn ræðumanna.
Veðurstofan hefur að þessu sinni fengið til liðs við sig sérfræðinga utan Veðurstofunnar til þess að fjalla um loftslagsmálin. Það eru þau Jón Ólafsson prófessor emeritus hjá Háskóla Íslands og Sólveig R. Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, sem munu fjalla um súrnun sjávar hér og þar. Auður Magnúsdóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá VSÓ mun varpa ljósi á hækkaða sjávarstöðu á höfuðborgarsvæðinu, hvaða áhrif það kann að hafa og til hvaða aðgerða er unnt að grípa. Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands ræðir loftslagsbreytingar og lífríki landsins. Að endingu mun Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslagsrannsókna á Veðurstofunni fjalla um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.
Dagskrá:
9.00 Ávarp
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
9.10 Veðurstofan – stefnan sett
Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar
9.30 Súrnun sjávar hér og þar
Jón Ólafsson, prófessur emeritus, Háskóla Íslands og
Sólveig R. Ólafsdóttir, sérfræðingur, Hafrannsóknastofnun
9.55 Hækkuð sjávarstaða á höfuðborgarsvæðinu – áhrif og aðgerðir
Auður Magnúsdóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur M.Sc.
10.20 Loftslagsbreytingar og lífríki landsins
Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
10.45 Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi
Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands
11.15 Umræður
11.30 Fundarlok
Svínafellsjökull 2006. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.
Ársfundurinn er opinn öllum og boðið er upp á morgunverð frá kl. 08:00. Gestir eru beðnir að skrá þátttöku svo áætla megi fjölda gesta. Vinsamlega sendið tölvupóst á skraning@vedur.is eða hringið í síma 522 6000.
Ársskýrsla Veðurstofunnar fyrir síðast ár kemur út í tengslum við fundinn.