Veðurstofan virkjar „hættustig“ vegna COVID-19 veirunnar
Hert á aðgerðum til að minnka smithættu og lágmarka röskun á starfsemi. Heimsóknir á Veðurstofuna takmarkaðar
Veðurstofa Íslands
hefur virkjað „hættustigi“ samkvæmt viðbragðsáætlun stofnunarinnar vegna
COVID-19 veirunnar. Hert verður á aðgerðum sem miða að því að minnka smithættu
svo koma megi í veg fyrir röskun á mikilvægri þjónustu Veðurstofunnar.
Aðgerðir sem gripið til nú eru m.a. þær að heimsóknir á Veðurstofuna hafa verið takmarkaðar verulega, fundum fækkað, ferðum erlendis frestað, starfsfólki hefur verið skipt upp í hópa og aðgengi að rýmum takmarkað, t.d. hjá náttúruvárvaktinni. Að auki er mælst til þess að þeir starfsmenn sem geta vinni heima. Fyrir utan aðgerðir í eigin viðbragðsáætlunum fylgir Veðurstofan tilmælum frá Almannavörnum og Landlæknisembættinu.
Reynt að lágmarka röskun á þjónustu stofnunarinnar
Á þessu stigi hefur móttöku Veðurstofunnar ekki verið lokað en aðgengi að henni er mjög takmarkað. Mælst er til þess að allir sem eiga brýnt erindi á Veðurstofuna hafi fyrst samband í gegnum síma eða í gegnum samskiptaleiðir sem finna má á vedur.is.
Veðurstofa Íslands hefur það hlutverk að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því fylgir mikil ábyrgð sem felur meðal annars í sér sólarhringsvöktun, rekstur mælakerfis og miðlun upplýsinga. Allar okkar aðgerðir vegna COVID-19 veirunnar miða að því að lágmarka áhættu á smiti innan Veðurstofunnar og lágmarka röskun á þjónustu stofnunarinnar.
Tilmæli til þeirra sem eiga erindi á skrifstofur Veðurstofunnar