Fréttir

Veðurstofan tekur þrjú Græn skref

Opinberar stofnanir vinna markvisst að umhverfismálum

27.12.2019

Veðurstofa Íslands hefur fengið viðurkenningu fyrir að stíga fyrstu þrjú Grænu skrefin, en Græn skref snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. Aðgerðir Grænu skrefanna miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna sinna og draga úr rekstrarkostnaði. Skrefin eru innleidd í áföngum og nú rétt fyrir jól fékk Veðurstofan afhenta viðurkenningu fyrir að hafa stigið fyrstu skrefin – og það þrjú í einu! Það var Birgitta Steingrímsdóttur hjá Umhverfisstofnun sem afhenti viðurkenninguna og óskaði starfsmönnum til hamingju með árangurinn. „Öflugt umhverfisstarf hefur verið unnið á stofnuninni um árabil og ljóst að það er rótgróið í menningu vinnustaðarins að huga að umhverfinu í hvívetna“, sagði Birgitta meðal annars við það tækifæri. Nánar má lesu um árangur Veðurstofunnar á vef Grænu skrefanna.

 GraenSkref_Afhenging

Einar Birgir Hauksson, Ingveldur Björg Jónsdóttir, Svava Björk Þorláksdóttir og Gerður Stefánsdóttir meðlimir umhverfisteymis Veðurstofu Íslands, Árni Snorrason forstjóri og Birgitta Steingrímsdóttir hjá Umhverfisstofnun (Ljósmynd: Veðurstofan)

Graenskref_Hjolandi

Hjólaviðgerðardagurinn. Hér hjálpast allir að við að efla hjólreiðamenningu vinnustaðarins (Ljósmynd: Veðurstofan)

GraenaSkref_Rafbilar

Ágætis aðstaða er fyrir rafbílandi starfsmenn og gesti (Ljósmynd: Veðurstofan)





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica