Fréttir

Tíðarfar í júní

Stutt yfirlit

2.7.2020


Hlýtt var á landinu í júní og tíð hagstæð. Hlýjast var á Norðausturlandi en tiltölulega svalara suðvestanlands. Vindur og úrkoma voru víðast hvar nærri meðallagi.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í júní var 10,2 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,1 stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 11,1 stig, 2,0 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 1,1 stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 9,4 stig og 10,0 stig á Höfn í Hornafirði.

Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.

stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2010-2019 °C
Reykjavík 10,2 1,2 24 til 25 150 0,1
Stykkishólmur 9,4 1,3 25 175 0,1
Bolungarvík 8,9 1,8 23 123 0,3
Grímsey 7,9 2,0 15 til 16 147 0,7
Akureyri 11,1 2,0 11 140 1,1
Egilsstaðir 10,1 1,3 12 til 13 66 1,0
Dalatangi 7,1 0,9 20 82 0,1
Teigarhorn 8,6 1,4 12 148 0,7
Höfn í Hornaf. 10,0


0,8
Stórhöfði 8,9 0,9 40 144 0,2
Hveravellir 6,6 1,8 13 56 -0,1
Árnes 10,3 1,0 37 til 38 141 0,0

Meðalhiti og vik (°C) í júní 2020

Hlýtt var á landinu í júní. Að tiltölu var hlýjast á Norðausturlandi en að tiltölu kaldast á hálendinu sunnanverðu. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 1,3 stig á Rauðanúpi. Neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest -0,8 stig í Þúfuveri.


Hitavik sjálfvirkra stöðva í júní miðað við síðustu tíu ár (2010–2019).

Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Torfum í Eyjafirði 11,1 stig en lægstur 3,5 stig á Gagnheiði. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 6,4 stig í Seley.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 24,2 stig á Mörk í Landi þ. 28. Mest frost í mánuðinum mældist -6,3 stig á Gagnheiði þ. 6. Mest frost í byggð mældist -4,6 stig á Reykjum í Fnjóskadal þ. 6.

Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 49,6 mm sem er rétt undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 31,1 mm sem er 10% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 54,8 mm og 113,2 mm á Höfn í Hornafirði.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meira í Reykjavík voru 13, tveimur fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 10 daga sem er fjórum fleiri en í meðalári.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 167,4 sem er 6,1 stund yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 222,4, sem er 45,8 stundum fleiri en í meðalári.

Vindur

Vindur á landsvísu var 0,1 m/s yfir meðallagi.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1013,4 hPa og er það 3,3 hPa yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 1034,2 hPa á Önundarhorni þ. 11. Lægstur mældist loftþrýstingurinn 993,6 hPa í Bolungarvík þ. 22.

Fyrstu sex mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu sex mánuði ársins var 3,7 stig sem er 0,7 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,5 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 39.sæti á lista 150 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna sex 3,1 stig. Það er 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 29. sæti á lista 140 ára. Úrkoman hefur verið 17% umfram meðallag í Reykjavík, en 33% umfram meðallag á Akureyri.

Skjöl fyrir júní

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í júní 2020 (textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á þremur ákveðnum veðurstöðvum er hægt að sækja í sérstaka töflu.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica