Fréttir
Hafnarskógur
Hafnarskógur undir Hafnarfjalli í fannfergi hinn 26. febrúar 2017.

Tíðarfar í febrúar 2017

Stutt yfirlit

2.3.2017

Febrúarmánuður var hlýr og vætusamur. Einkum var hlýtt á norðan- og austanverðu landinu og vætusamt um sunnan- og vestanvert landið. Úrkoma var flesta daga á sunnan- og vestanverðu landinu og snjólétt um allt land þar til kyngdi niður snjó við Faxaflóa aðfaranótt þ. 26. og vöknuðu íbúar höfuðborgarinnar við 51 cm jafnfallinn snjó þann dag. Er það næstmesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík til þessa en mest mældist hún hinn 18. janúar 1937, 55 cm.

Hiti

Meðalhitinn í Reykjavík mældist 2,8 stig og er það 2,5 stigum ofan meðaltals áranna 1961-1990, en 1,8 stigum ofan meðaltals síðustu tíu ára. Í febrúar 2013 var hlýrra en þá var hitinn 3,8 stig. Á Akureyri var meðalhitinn 2,7 stig, 4,1 stigi ofan meðaltals 1961-1990 og 3,5 stigum ofan meðaltals síðustu tíu ára. Á Akureyri þarf að fara aftur til ársins 1965 til að fá heitari febrúarmánuð en þá var meðalhitinn 3,1 stig. Þar var örlítið hlýrra en nú árið 1956 og næst kemur árið 2013 með 2,4 stig. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 2,4 stig og 4,2 á Höfn í Hornafirði.

Óvenjuhlýtt var á landinu þ. 12. og fór hitinn víða yfir 15 stig á norðaustanverðu landinu. Heitast var á tveim fjallastöðvum; Eyjabökkum 19,1 stig og Brúðardal 17,8 stig. Mestur hiti á láglendi var á Seyðisfirði., 16,3 stig. Kaldast var síðustu daga mánaðarins. Mesta frost var í Setri 19,1 stig. þ. 27.

Úrkoma

Í Reykjavík mældust 126,3 mm sem er um 75% umfram meðallag 1961-1990 og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna meiri úrkomu en þá mældist hún 135 mm. Á Akureyri mældust 59,1 mm sem er um . Á Akureyri mældust 59,1 mm, sem er um 40% umfram það sem venja er. Í Stykkishólmi mældust 102,4 mm og á Höfn 242,5 mm.

Snjór

Jörð var talin alhvítt 8 daga í Reykjavík en aðeins 5 daga á Akureyri. Snjódýpt var sem fyrr segir mest á höfuðborgarsvæðinu frá og með 24.

Sólskinsstundir

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust í meðallagi, eða 51,9, og er það nákvæmlega það sama og meðaltal áranna 1961-1990 Á Akureyri mældust 18,5 sólskinsstundir sem er tæplega 18 stundum færra en meðaltal áranna 1961-1990.

Vindur

Veðurhæð var heldur minni en venja er. Meðalveðurhæð á sjálfvirkum stöðvum var 0,6 m/sminni en meðaltal síðustu tíu ára. Stormasamast var á landinu þ. 8. og þ. 24. Hvassast á láglendi var á Stórhöfða þ. 24.

Skjöl fyrir febrúar

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í febrúar 2017 (textaskjal)  

Daglegt yfirlit mánaðarins á fjórum ákveðnum veðurstöðvum er hægt sækja í sérstaka töflu.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica