Fréttir
Sól tekin að hækka á lofti. Esjan séð frá Seltjarnarnesi 22. desember. Yfirborðshrím hefur myndast á steinum í fjörunni.
Sól tekin að hækka á lofti. Esjan séð frá Seltjarnarnesi 22. desember. Yfirborðshrím hefur myndast á steinum í fjörunni.

Tíðarfar í desember 2018

Stutt yfirlit

2.1.2019


Óvenju hlýtt var í desember og var hiti vel yfir meðallagi í öllum landshlutum. Töluvert fannfergi var þó á Norðurlandi í byrjun mánaðar og mældist snjódýpt á Akureyri 105 cm þ. 3. sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í desembermánuði. Austlægar áttir voru ríkjandi í desember.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í desember var 2,7 stig og er það 2,9 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 2,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 0,6 stig, 2,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 1,8 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 1,8 stig og 3,0 stig á Höfn í Hornafirði.

Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.

stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2008-2017 °C
Reykjavík 2,7 2,9 7 148 2,4
Stykkishólmur 1,8 2,6 15 173 1,7
Bolungarvík 2,0 2,9 8 121 2,1
Grímsey 2,2 3,1 8 145 1,5
Akureyri 0,6 2,5 22 138 1,8
Egilsstaðir 1,2 3,4 5 64 2,8
Dalatangi 3,6 3,0 6 81 1,9
Teigarhorn 2,8 2,9 8 146 2,0
Höfn í Hornaf. 3,0


2,2
Stórhöfði 3,9 2,5 9 141 2,0
Hveravellir -2,6 3,7 4 54 3,0
Árnes 1,6 3,5 6 139 3,0

Meðalhiti og vik (°C) í desember 2018

Mjög hlýtt var á landinu öllu í desember. Hitinn var vel yfir meðallagi síðustu tíu ára (sjá mynd). Að tiltölu var hlýjast inn til landsins en kaldara á annesjum norðanlands. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 3,5 stig í Möðrudal en minnst 0,9 stig á flugvellinum á Sauðárkróki.


Hitavik sjálfvirkra stöðva í desember miðað við síðustu tíu ár.

Meðalhiti mánaðarins var hæstur 5,0 stig í Surtsey en lægstur -4,3 stig í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Svartárkoti, -2,2 stig.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 14,7 stig á Kvískerjum þ. 24. Mesta frost í mánuðinum mældist -22,6 stig í Möðrudal þ. 4.

Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 82,2 mm sem er rétt yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 66,4 mm sem er 25 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 79,3 mm.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 16, tveimur fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 10 daga mánaðarins, einum færri en í meðalári.

Snjór

Alhvítt var 3 morgna í Reykjavík, 10 færri en að meðaltali 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 15, fimm færri en að meðaltali sama tímabils.

Mikið fannfergi var á Akureyri í byrjun mánaðarins og mældist snjódýpt 105 cm þ. 3 sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í desembermánuði.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 10,4 og er það í meðallagi. Á Akureyri mældust 0,3 sólskinsstundir sem er einnig í meðallagi.

Vindur

Vindhraði á landsvísu var 0,2 m/s undir meðallagi. Austlægar áttir voru ríkjandi í desember. Hvassast var á landinu þ. 1. (norðaustanátt), þ. 6. (austanátt) og þ. 31. (norðvestanátt).

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 998,5 hPa sem er 2,6 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæsti þrýstingur í mánuðinum mældist 1035,2 hPa á Reykjavíkurflugvelli þ. 31. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 965,8 hPa á Kirkjubæjarklaustri – Stjórnarsandi þ. 18.

Skjöl fyrir desember

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í desember 2018 (textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á fjórum ákveðnumveðurstöðvum er hægt sækja í sérstaka töflu.









Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica