Fréttir
Mýrdalsjökull

Skjálftahrina í Kötlu

30.9.2016

Rétt eftir hádegi í dag mældust fjórir jarðskjálftar í Kötluöskjunni yfir M3 að stærð. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en virknin minnkaði aftur eftir kl. 12:15. Þetta er stærsta hviða sem mælst hefur síðan ný hrina hófst í gær. Enn mælist stöðug smáskjálftavirkni. Ekki eru merki um gosóróa. Vísindaráð Almannavarna mun að koma saman kl. 14:00 í dag.

 Veðurstofan ákvað kl. 12:20 að breyta litakóða fyrir flugumferð í gult. Frekari upplýsingar um litakóða er að finna hér á vefnum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica