Fréttir
Jarðskjálftavirkni við Upptyppinga 9. -18. júní 2007
Jarðskjálftavirkni við Upptyppinga 9. - 18. júní 2007

Jarðskjálftahrina við Upptyppinga 9. - 18. júní 2007

18.6.2007

Jarðskjálftahrina hófst við Upptyppinga 9. júní og stendur hún enn. Fjöldi skjálfta á þessu tímabili er 470 og mældist sá stærsti um hádegisbil þann 9. júní og var hann 2,1 á Richter. Skjálftarnir eru allir litlir og á 15 - 17 km dýpi.

Um 1200 skjálftar hafa mælst á þessu svæði frá því um miðjan apríl. Hægt er að fylgjast með skjálftum af þessu svæði á jarðskjálftakorti fyrir Vatnajökul. Nánari upplýsingar um einstaka skjálfta má fá með því styðja á töfluflipann. Upplýsingar um virkni fyrri vikna á ýmsum svæðum má sjá með því að styðja á vikuyfirlitið.

Matthew J. Roberts og Sigþrúður Ármannsdóttir, eftirlitsmenn í 24. viku.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica