Fréttir
Jarðskjálftahrina við Vífilsfell 16. - 17. júní 2007
Jarðskjálftahrina við Vífilsfell 16. - 17. júní 2007

Jarðskjálftahrina í Vífilsfelli 16. - 17. júní 2007

18.6.2007

Upp úr miðnætti aðfaranótt 16. júní hófst jarðskjálftahrina í Vífilsfelli.

Skjálftarnir voru allir litlir, sá stærsti 2,8 á Richter og urðu þeir á um það bil 6 km dýpi. Staðsettir hafa verið 135 jarðskjálftar en ekki er búið að vinna úr öllum skjálftum úr hrinunni. Henni lauk seinni part 17. júní.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftum í Vífilsfelli á jarðskjálftakorti fyrir Reykjanesskagann. Nánari upplýsingar um einstaka skjálfta má sjá með því að styðja á töfluflipann ofan við kortið til hægri.

Matthew J. Roberts og Sigþrúður Ármannsdóttir, eftirlitsmenn í 24. viku.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica