Fréttir
Sjálfvirka veðurstöðin í Neskaupstað
Sjálfvirka veðurstöðin í Neskaupstað á góðum sumardegi.

Hitamet á Austurlandi í gær

4.4.2007

Í gær, 3. apríl 2007, fór hiti á nokkrum stöðum á Austurlandi í meir en 20°C. Hæstur varð hitinn í Neskaupstað milli kl. 16 og 17., 21,2°C. Þetta er hæsti hiti sem mælst hefur svona snemma á árinu, en einu sinni hefur mælst hærri hiti í apríl hér á landi. Það var á Hallormsstað 19. apríl 2003, hiti fór þá í 21,4°C.

Í riti Trausta Jónssonar, Hitabylgjur og hlýir dagar, má lesa meira um hita. Þar er hæsti hiti aprílmánaðar talinn 21,1°C og mældist á Sauðanesi skammt frá Þórshöfn 18. apríl 2003.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica