Fréttir
Jarðskjálfti í Kaldbaki 17. ágúst 2006
Klukkan 11:02 í dag 17. ágúst, varð jarðskjálfti í Kaldbaki við Eyjafjörð. Leiðrétt stærð hans er 2,8 stig. Ekki hefur verið tilkynnt að hann hafi fundist. Nokkrir smáskjálftar hafa mælst þarna undanfarið, og hrinur eru þekktar á þessu svæði.