Fréttir
Jarðskjálftahrina NNV af Grímsey 5. mars 2006
Í morgun, þann 5. mars 2006, kl. 10:21 mældist skjálfti að stærð 3.7 með upptök um 40 km norðnorðvestur af Grímsey. Um 20 skjálftar hafa mælst á svipuðum slóðum í dag (til kl. 13:50) og dregið hefur úr virkni. Engin vitneskja er um að skjálftarnir hafi fundist. Upptök skjálftanna eru norðarlega á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Jarðskjálftahrinur eru algengar á svæðinu.