Fréttir

Jarðskjálftahrina um 40 km NNV af Grímsey 10. - 11. febrúar 2006

11.2.2006

Upp úr kl. 4 í nótt (11.feb.2006) jókst jarðskjálftavirkni verulega um 40 km NNV af Grímsey, þar sem skjálfti af stærð 3,7 varð í gær kl. 18:00. Síðan kl. 4 hafa mælst þar á annan tug skjálfta stærri en 3, en stærstu skjálftarnir hafa verið um 3,5 að stærð. Verulega hefur dregið úr virkni eftir kl. 7 í morgun. Síðast varð stór hrina á sömu slóðum í september 2002, og var sú hrina nokkru stærri en þessi.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica