Fréttir

Jarðskjálftahrina á Tjörnesgrunni 19. janúar 2006

19.1.2006

Í dag 19.01. kl. 15:43 varð skjálfti að stærð 3.9 með upptök á Tjörnesgrunni, um 25 km norðan við Tjörnes. Skjálftahrina hefur verið í gangi á þessum stað í dag og hafa (þegar þetta er skrifað) um 40 skjálftar mælst þar. Upptök skjálftanna eru í svonefndu Grímseyjarbelti í Tjörnesbrotabeltinu.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica