Fréttir

Stjörnur á jarðskjálftakorti

10.1.2006

Á sjálfvirka jarðskjálftakortinu í dag má sjá tvær stjörnur, sem gefa til kynna að sjálfvirka úrvinnslan telur þessa skjálfta ná stærðinni 3. Við nánari úrvinnslu má sjá að skjálftarnir eru heldur minni eða um 2,7. Skjálftinn á Reykjanesskaga varð um kl. 00:25 í nótt við Trölladyngju, en skjálftinn í Vatnajökli varð um kl. 10:59 rétt suður af Kistufelli. Aðeins örfáir for- og eftirskjálftar mældust með þessum skjálftum.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica