Ársfundur Veðurstofu 2016
Morgunverðarfundur og áhugaverð erindi
Reiknað til framtíðar er yfirskrift ársfundar Veðurstofu Íslands, sem haldinn verður næstkomandi þriðjudag, 12. apríl, kl. 9 til 11 að Bústaðavegi 7. Að loknu ávarpi umhverfisráðherra verða flutt fjögur erindi, sjá hér undir.
Fundurinn er opinn og boðið upp á morgunverð frá kl. 08:00. Áhugasamir eru beðnir að skrá þátttöku, svo áætla megi fjölda gesta. Vinsamlegast sendið tölvupóst á skraning@vedur.is eða hringið í síma 522 6000.
Dagskrá:
- 9.00 Ávarp Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
- 9.10 Samvinna Hafdís Þóra Karlsdóttir, settur forstjóri
- 9.30 Ofurtölva – samrekstur íslensku og dönsku veðurstofanna Ingveldur Björg Jónsdóttir, hópstjóri rekstrar, og Vigfús Gíslason, hópstjóri upplýsingatækni
- 9.50 Veðurlíkön – þróun og aðlögun líkans að íslenskum aðstæðum Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur
- 10.10 Harmonie í víðu samhengi Theódór Freyr Hervarsson, framkvæmdastjóri eftirlits- og spásviðs
- 10.30 Umræður
- 11.00 Fundarlok
Fundarstjóri verður Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri úrvinnslu og rannsóknasviðs.
Að loknum fundi
Vakin er athygli á stuttu og vel þegnu innskoti Páls Bergþórssonar milli þriðja og fjórða erindis (1:18:10) og kynningu Einars Sveinbjörnssonar á framlagi hans til veðurfræðinnar.
Að loknu fjórða erindinu taka við umræður.