Fréttir
Skjálfandafljót skammt neðan við Aldeyjarfoss.

Nýting og verndun vatns

Fundur á Veðurstofu Íslands

22.3.2016

Í tengslum við alþjóðlegan dag vatnsins, sem haldinn er hátíðlegur þann 22. mars ár hvert, bjóða Íslenska vatnafræðinefndin og Íslenska UNESCO-nefndin til morgunverðarfundar á Veðurstofu Íslands kl. 08:00-10:00 fimmtudaginn 31. mars.

Á hverju ári er vakin athygli á einum ákveðnum þætti  tengdum ferskvatni og mikilvægi hans í sjálfbærri þróun. Á þessu ári, 2016, er þemað vatn og vinna. Frekari upplýsingar er að finna á  síðu UNESCO um vatn.

Alþjóðlegur dagur vatnsins

Nýting og verndun vatns er yfirskrift fundarins á Veðurstofu Íslands hinn 31. mars 2016 og verður hann  haldinn í móttökusal Veðurstofunnar að Bústaðavegi 7. Boðið verður upp á morgunverð milli kl. 08:00 og 08:30 og síðan verða flutt þrjú erindi:

  •  Án vatns er enginn vinnandi vegur / Sveinn Agnarsson
  •  Að veita vatni / Hólmfríður Sigurðardóttir
  •  Verndun og nýting vatns: Siðferðilegar spurningar / Skúli Skúlason 

Fólk er beðið að senda staðfestingu um þátttöku á netfangið skraning@vedur.is.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica