Fréttir
Jarðskjálftar við Vatnajökul 26.12.2015.

Jarðskjálftar í Bárðarbunguöskjunni

Ekki líkur á eldgosi en eldstöðin þó mikið vöktuð

26.12.2015

Síðastliðna nótt mældust tveir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni stærri en 3. Sá fyrri varð kl. 02:32 og mældist 3,3 að stærð. Sá seinni varð kl. 04:51 og mældist einnig 3,3 að stærð.

Síðan um miðjan september hefur orkuútlausn skjálfta heldur aukist í Bárðarbunguöskjunni. Um svipað leyti hefur orðið vart við þenslumerki frá öskjunni og er ekki ólíklegt að bæði þessi merki tengist kvikusöfnun í Bárðarbunguöskjunni.

Miðað við nýleg líkön af Bárðarbungu verður að teljast ólíklegt að stutt sé í annað eldgos en hitt líklegra að kvikusöfnunarfasi taki langan tíma. Eldstöðin er þó mikið vöktuð, daga og nætur, á Veðurstofunni.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica