Fréttir

Öndvegisverkefnið NORDRESS

Viðnámsþróttur samfélaga á Norðurslóðum

27.11.2015

Veðurstofan tekur þátt í Norðurslóðaverkefni sem nefnist NORDRESS en það er m.a. styrkt af Rannís. Þetta er fimm ára verkefni sem hófst árið 2015. Nú geta áhugasamir geta kynnt sér viðfangsefni þess og markmið.

NORDRESS og Mannvirkjastofnun standa fyrir opnu málþingi í Háskóla Íslands, stofu 132 í Öskju, þriðjudaginn 1. desember 2015 kl.09:00 - 17:00, þar sem fjallað verður um áhættu og viðnámsþrótt samfélaga á Norðurslóðum. Yfirskriftin er Cold Disasters - Risk and Resilience in the Arctic.

Aðalfyrirlesarar málþingsins eru:

  • Ed Galea, University of Greenwich: Siglingaöryggi og björgun úr sjávarháska í aftakaveðrum.
  • Blake McBrie, US Naval Office of Research: The Keflavik Rescue Hub project.
  • George Karagiannis, Tækniháskólanum á Krít: Víðtækar björgunaraðgerðir og vitundarvakning.

Guðbrandur Örn Arnarson frá sprotafyrirtækinu SAReye ehf., verkefnisstjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, flytur einnig erindi ásamt þeim Rasmus Dahlberg, Kristian Lauta og Birni Karlssyni þar sem NORDRESS verkefnið verður kynnt en það fellur undir öndvegisáætlun norræna rannsóknarráðsins.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, skráning óþörf. Frekari upplýsingar fást hjá nordress@hi.is.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica