Fréttir
Veðurfréttir
Veðurfréttir lesnar í útvarp.

Tölvarar kvaddir

3.11.2015

Sunnudaginn 1. nóvember tók nýtt skipulag gildi á Eftirlits- og spásviði og við það urðu töluverð kaflaskipti í sögu Veðurstofu Íslands. Sá starfshópur sem hefur lengstan starfsferil á Veðurstofu Íslands lét þá formlega af störfum.

Þau Anna Ólöf Bjarnadóttir, Friðjón Magnússon, Grétar Jón Einarsson, Hrafn Karlsson, Jenný Olga Pétursdóttir og Jófríður Guðjónsdóttir hafa staðið vaktina vel og lengi fyrir stofnunina og spannar samanlagður starfstími þeirra á þriðja hundrað ár. Hafa þau sinnt fjölbreyttu starfi á starfsferli sínum, ásamt nánum samstarfsmönnum sem horfið hafa til annarra starfa undanfarin ár: gert veðurathuganir fyrir Reykjavík og Reykjavíkurflugvöll, lesið veðurfregnir í útvarpi, sinnt símsvörun og séð um eftirlit með flóknum kerfum stofnunarinnar.

Þeirra verður sárt saknað af samstarfsfólki, sem og af mörgum Íslendingnum, því raddir þeirra hafa fylgt okkur um langa tíð. Veðurstofa Íslands þakkar þeim innilega fyrir störf þeirra og auðsýnda hollustu í garð stofnunarinnar í öll þessi ár.

Mælireitur
Mælireitur við Veðurstofuhús
Mælireitur Veðurstofu í Reykjavík í september 2004. Hér hafa hinir ýmsu þættir veðurs verið mældir samfellt í yfir 40 ár með mörgum tegundum mælitækja. Ljósmynd: Þórður Arason.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica