Fréttir

Veðurspálíkan uppfært

Háupplausnarveðurspá að 66 klst

27.10.2015

Veðurspálíkan Veðurstofunnar, Harmonie, var uppfært úr útgáfu 38h1.1 í 38h1.2 í lok september og í síðustu viku var spátími lengdur um 18 klst. eða að 66 klst.

Þetta þýðir að veðurþáttakort og staðaspár byggjast nú á veðurlíkani sem keyrt er í neti með 2,5 km láréttri möskvastærð fyrstu 66 klst, en síðar á veðurlíkani Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, ECMWF, sem er keyrt með 16 km möskvastærð.

Spásvæði Harmonie var stækkað til að bæta klakkaúrkomuspár (skúrir og él). Einnig voru gerðar ýmsar uppfærslur á innlagsgögnum sem lýsa landinu, s.s.

  • Jökulþekja uppfærð og snjóþekja endurbætt
  • Gróður-, sand- og leirþekjur endurbættar í samstarfi við LBHÍ
  • Dökkum sandi bætt við sem landgerð og endurkastseiginleikar uppfærðir
  • Hrýfi landsins látið stýra lækkun vindhraða við yfirborð
  • Hæðarlíkan uppfært

Þessum breytingum á landgerð verða gerð skil í fróðleiksgrein mjög fljótlega.

Almennar upplýsingar

Leiðbeiningar með margvíslegum tölvuspákortum fyrir veður er að finna í sérstakri fróðleiksgrein.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica