Fréttir
Viðvörun vegna úrkomu og vatnavaxta
Lægð gengur upp að landinu á laugardagsmorgun og er spáð verulegri úrkomu víða á sunnan- og vestanverðu landinu fram á aðfaranótt sunnudags.
Mest verður rigningin á Suðausturlandi og má búast við verulegum vatnavöxtum sunnan jökla, á láglendi jafnt sem hálendi. Við slíkar aðstæður gæti skriðuhætta aukist. Ferðafólk er hvatt til að gæta ítrustu varúðar við vatnsföll.