Fréttir

Smá jarðskjálftahrina í Kötlu

22.9.2015

Aðfaranótt 22. september kl. 02:15 varð grunnur skjálfti að stærð 3.3 við suðausturhluta Kötluöskjunnar. Um tíu eftirskjálftar áttu sér stað, flestir einnig grunnir og hugsanlega tengdir jarðhitavirkni.

Engar markverðar breytingar má sjá í ám í nágrenni við Kötlu, en gögnin verða skoðuð nánar.

Svipaðar skjálftahrinur gerast stöku sinnum í Kötlu, að meðaltali 1-3 sinnum á ári. Veðurstofan fylgist grannt með svæðinu og mun upplýsa ef eitthvað breytist.

Með morgninum dró úr virkninni.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica