Fréttir
Skipt um spennistöð Veðurstofu
Varaaflsstöðvar ræstar einn dag
Miðvikudaginn 3. júní 2015 verður skipt um spennistöð Veðurstofunnar við Bústaðaveg.
Sú spennistöð veitir rafmagni í öll hús Veðurstofunnar á lóðinni, þ.e. Bústaðaveg 7, Bústaðaveg 9 og Útskála.
Rafmagnið frá Orkuveitu Reykjavíkur verður tekið af klukkan 8:00 og starfsemi í húsunum keyrð á varaafli. Verkið gæti tekið allt að 10 klukkustundir.
Vonir standa til þess að þjónusta Veðurstofunnar skerðist ekki meðan á þessu stendur.