Ársfundur Veðurstofu Íslands 2015
Náttúruatburðir síðasta árs - vöktun og eftirlit
Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn að Bústaðavegi 7, fimmtudagsmorguninn 19. mars 2015. Fundurinn er opinn öllum og skráning er hafin. Fundinum verður streymt á vefinn frá klukkan 9:00.
Þema fundarins í þetta sinn er náttúruatburðir síðasta árs, vöktun og eftirlit. Að loknu ávarpi umhverfisráðherra verða flutt fimm erindi sem falla undir þetta þema:
Dagskrá
- 08:15 Morgunverðarhlaðborð
- 09:00 Ávarp Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra
- 09:10 Samþætt eftirlit með náttúruvá. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands
- 09:30 Berghlaup í Öskju. Jón Kristinn Helgason, skriðusérfræðingur
- 09:45 Eftirlit með umbrotunum í Bárðarbungu. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár
- 10:00 Gosmökkur – hvað er það? Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og Gerður Stefánsdóttir, hópstjóri umhverfisrannsókna
- 10:15 Mælitæki við erfiðar aðstæður. Bergur H. Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælikerfa
- 10:30 Umræður
- 11:00 Fundarlok
Fundarstjóri verður Theodór Freyr Hervarsson, framkvæmdastjóri Eftirlits og spásviðs.
Ársskýrsla Veðurstofunnar mun liggja frammi.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í tölvupósti á netfangið skraning@vedur.is eða í síma 5226000.
Hér fylgir auglýsing til dreifingar (pdf 0,05 Mb).
Upptaka af ársfundi
Að loknum fundi var streymið vistað sem upptaka af ársfundi 2015. Myndskeið úr vinnuferðum við erfiðar aðstæður er að finna í blálokin, á 01:46:21 eða þegar um 1 klst og rúmar 45 mín. eru liðnar.