Fréttir
Vindaspá fyrir þriðjudaginn 10. mars.

Vonskuveður

Hvasst eftir hádegi og fram á aðra nótt

9.3.2015

Veðurstofan vekur sérstaka athygli á eftirfarandi:

Viðvörun

Búist er við stormi eða roki (meðalvindur 20-28 m/s) síðdegis á morgun. Veðurspáin fyrir þriðjudaginn 10. mars er svohljóðandi:

Vaxandi suðaustanátt, 18-28 m/s síðdegis með mjög snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og  vestanlands en hvessir norðan- og austantil um kvöldið. Snjókoma í fyrstu en síðan slydda og jafnvel rigning á láglendi. Talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu og hlýnar um stund en úrkomuminna norðaustantil. Snýst í sunnanátt með slydduéljum vestantil annað kvöld og kólnar aftur.

Athugasemd veðurfræðings

Búist er við vonskuveðri frá því eftir hádegi á morgun fram á aðra nótt. Skyggni veður lélegt vegna snjókomu og skafrennings og búast má við að ferðalög yfir heiðar og fjallvegi verði erfið eða ómöguleg. Veðrið gengur yfir sunnan- og vestanlands milli kl. 19 og 21 en eftir miðnætti á austanverðu landinu.

mánudaginn 9. mars 2015 kl. 16:30
Vakthafandi veðurfræðingar:
Elín Björk Jónasdóttir
Þorsteinn V. Jónsson





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica