Fréttir
Uppsafnað afrennsli 13 - 15. feb. 2015.

Viðvörun vegna vatnavaxta og hláku

13.2.2015

Spáð er mikilli rigningu sunnan og vestanlands með hlýindum síðdegis á morgun (laugardaginn 14. febrúar) auk hlýinda um allt land og fram á sunnudag.

Búast má við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla sunnan og vestanlands og þar gæti sólarhringsafrennsli (samanlögð úrkoma og snjóbráðnun) farið vel yfir 100 mm (sjá meðfylgjandi kort, smellið á til að fá nánari skýringar).

Varað er við vexti í ám á Snæfellsnesi, kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul. Vöð yfir ár á þessum svæðum geta orðið varhugaverð.

Til að fyrirbyggja vatnstjón er ráðlagt að huga vel að frárennslislögnum og niðurföllum og hreinsa ís og þess háttar ef við á.

Sunnanáttin sem veldur hlákunni er hvöss og má búast við að hún nái stormstyrk (meira en 20 m/s) þar sem hún steypir sér niður af fjöllum um landið vestan- og norðanvert, samfara mjög snörpum vindhviðum. Síðdegis á sunnudag dregur úr vindi og kólnar en snýst síðan í suðvestan éljaveður.

Fyrir hönd vatnavárhóps Veðurstofu Íslands og vakthafandi veðurfræðinga:
Matthew J. Roberts
Þorsteinn V. Jónsson
Haraldur Eiríksson
Jón Ottó Gunnarsson
Hilmar Björn Hróðmarsson




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica