Viðvörunarborðar fjarlægðir um sinn
Við mengunartoppa eða marktækar breytingar birtist guli borðinn á ný
Þar sem mælanet fyrir SO2, svo og líkankeyrslur um dreifingu eldfjallagas, er hvorttveggja komið í skilvirkan rekstur, hefur hefur Veðurstofan ákveðið að fjarlægja viðvörunarborða um gasmengun af forsíðu vefsins.
Spár um gasdreifingu verða áfram aðgengilegar. Eftirlit með gosinu, sem og gasdreifingu, er áfram stöðugt. Viðvörunarborði verður hér eftir nýttur gefi spár eða mælingar til kynna að mengunartoppar nái heilsuverndarmörkum í lengri tíma.
Einnig hefur verið ákveðið að fjarlægja viðvörunarborða um eldgosið sjálft enda þykir ekki ástæða til að vara við stöðugu ástandi jarðeldanna. Eftirlit með gosinu minnkar ekki og verði vart við marktækar breytingar á eldgosinu verður gefin út ný viðvörun.