Fréttir
Gasmistur og gufustrókar.

Upplýsingafundur um gasmengun

Miðlun til sveitarfélaga og samhæfing skilaboða

17.11.2014

Upplýsingafundur um gasmengun verður haldinn þriðjudaginn 18. nóvember kl. 14:30 í móttökusal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samvinnu við Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun, embætti Sóttvarnarlæknis og Vinnueftirlit ríkisins boða til fundarins. Honum verður streymt yfir netið.

Markmið fundarins er að miðla upplýsingum um gasmengunina til fulltrúa sveitarfélaga um land allt, til heilbrigðisfulltrúa sveitarfélaganna, til almannavarnanefnda og annarra sem málið varðar.

Einnig er markmið fundarins að samhæfa skilaboð til almennings og hvetja sveitarfélögin og stofnanir þeirra til þess að miðla samhæfðum upplýsingum til íbúa sveitarfélaganna.

Fundurinn er opinn á meðan húsrúm leyfir. Æskilegt er að tilkynna þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið info@sst.is. Frekari upplýsingar í síma 570-2643.

Hvatt til þátttöku

Fundinum verður streymt yfir netið svo þeir sem ekki eiga heimangengt geti fylgst með.

Hægt verður að senda spurningar inn á fundinn í gegnum póstfangið so2fundur@gmail.com.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica