Fréttir

Ábending vegna veðurs næstu daga

Veðurspáin 29. september til 1. október 2014

28.9.2014

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á veðurspá morgundagsins, mánudags, sem og þriðjudags og miðvikudags.

Talsverður lægðagangur er nú á Norður-Atlantshafi og næstu þrjá sólahringa koma upp að suðvesturströndinni þrjár krappar lægðir. Þeim fylgir sunnan- og suðaustan stormur og talsverð eða mikil rigning um sunnan- og vestanvert landið.

Á morgun, mánudag, er spáð suðaustan 18-25 m/s á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Það hvessir í nótt en veðurhæðin nær hámarki í fyrramálið og fram yfir hádegi. Spáð er suðaustan 15-23 m/s annars staðar á landinu á morgun, um og upp úr hádegi hvessir á Vestfjörðum og Suðausturlandi og síðdegis á norðaustanverðu landinu og á Austfjörðum. Talsverð úrkoma fylgir storminum og mikil úrkoma er líkleg suðaustanlands.

Spáin fyrir þriðjudag og miðvikudag er eftirfarandi:

Á þriðjudag: Sunnan og suðaustan 15-23 m/s. Hvassast á Vesturlandi. Rigning, talsverð SA-lands en heldur hægari og rigning með köflum norðaustantil. Hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag: Suðvestan 15-23 m/s og skúrir eða rigning en sunnan 10-15 m/s og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 9 stig.

Vakthafandi veðurfræðingar:

Elín Björk Jónasdóttir og Haraldur Eiríksson

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica