Opið erindi á Degi íslenskrar náttúru
Fræðist um gosmökkinn í Holuhrauni
Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru býður Veðurstofan gestum að hlýða á erindi dr. Halldórs Björnssonar um gosmökkinn í Holuhrauni en hann er fagstjóri veður- og loftslagsrannsókna og mun fræða áheyrendur um margt sem tengist gosmekkinum og dreifingu hans.
Erindið er öllum opið og verður flutt kl. 15.00 í dag í matsal Veðurstofunnar að Bústaðavegi 7 í Reykjavík.
Laugardaginn 13. september flaug flugvél ISAVIA með vísindamenn Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar yfir gosstöðvarnar. Meðfylgjandi mynd var tekin yfir gosstöðvunum upp úr kl. 17. Myndin sýnir gígana sem þá voru virkir og hraunelfi sem liðast frá þeim. Erfitt er að meta hæð hraunstrókanna úr lofti en ásama tíma var tekin mynd af hraunstrókunum á jörðu niðri. Samþætting margskonar upplýsinga, sem berast af þessum náttúruhamförum, skerpir smámsaman heildarmyndina.
Í dag verður fjallað um gosmökkinn og erindinu verður streymt á vefinn.