Fréttir

Hjólað í vinnuna

13.5.2014

Veðurstofan skipaði sér strax í efstu sæti keppninnar Hjólað í vinnuna en hún hófst 7. maí eins og landsmenn vita.

Starfsmennirnir láta það ekki duga heldur hjóla saman eftir vinnu og hér má líta fríðan flokk við Hörpuna í gær.


Heilar tvær vikur eru eftir í keppninni og vinningslíkur geta breyst margsinnis á þeim tíma. Veðurstofan hvetur sín lið, Norðurljós, Sprengigosa, Strekking, Kökuformið og 12vindstig, til dáða; svo og alla aðra þátttakendur.

Svona stóðu málin um tíma í flokknum Vinnustaður 70-129 starfsmenn:

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica