Fréttir
Gæsir á Fossvogi að vetri til. Stillt og bjart.

Veðurstofan nýtur trausts

Mæling á trausti til stofnunarinnar

10.3.2014

Dagana 12. - 24. febrúar 2014 gerði Capacent Gallup netkönnun fyrir Veðurstofuna.

Markmiðið var að kanna traust almennings til Veðurstofu Íslands auk samanburðar við aðrar stofnanir. Úrtakið var 1400 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvalið úr viðhorfahópi Capacent Gallup. Þátttökuhlutfall var 58,6%, svarendur 821.

Skemmst er frá því að segja, að  85,3% svarenda bera fullkomið eða mikið traust til Veðurstofu Íslands. Þegar samanburður er gerður við aðrar stofnanir lendir Veðurstofan í 2. sæti hvað varðar traust landsmanna en fimm efstu voru: Landhelgisgæslan, Veðurstofan, Lögreglan, Háskóli Íslands og heilbrigðiskerfið.

Hlutfall svarenda var mjög jafnt m.t.t. kyns og aldursdreifing nokkuð jöfn. Hvað búsetu varðar var um þriðjungur svarenda af landsbyggðinni en um tveir þriðju af höfuðborgarsvæðinu.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica