Ábending vegna suðaustanstorms og hálku
Tilkynning kl. 9:00
Veðurstofan vekur athygli á því að spáð er vonskuveðri á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og fram á nótt. Í dag hlýnar talsvert með suðaustanstormi og getur þá myndast flughálka þar sem snjór eða klaki er fyrir á vegum.
Viðvörun
Búist er við að gangi í storm eða rok (vindhraða yfir 20 m/s) á S- og V-verðu landinu
upp úr hádegi.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi suðaustanátt, 18-25 m/s sunnan- og vestanlands og talsverð rigning síðdegis, en hægari og slydda norðan- og austanlands undir kvöld. Búast við mikilli hálku víða um land. Veðrið nær hámarki suðvestanlands milli kl. 15 og 17 í dag en gengur síðan niður. Snýst í suðvestanátt með skúrum í kvöld og gengur þá í storm við Breiðafjörð, Vestfirði, á Ströndum og norðvesturlandi. Dregur úr vindi og kólnar með éljum vestantil í nótt en áfram hvassviðri norðvestanlands til morguns.
Vakthafandi veðurfræðingar:
Björn Sævar Einarsson og Þorsteinn V. Jónsson