Fréttir

Tíðarfar í febrúar 2014

Örstutt yfirlit

28.2.2014

Óvenjueindregin austan- og norðaustanátt var ríkjandi í mánuðinum. Sérlega þurrt var um landið vestanvert allt norður fyrir Breiðafjörð og sömuleiðis inn til landsins á Norðurlandi vestanverðu. Á þessu svæði var febrúar hinn þurrasti um áratugaskeið, í Reykjavík frá 1966 og frá 1977 í Stykkishólmi. Úrkoma var hins vegar með mesta móti nyrst á Vestfjörðum og á Norðaustur- og Austurlandi. Á Akureyri sú mesta í febrúar síðan 1990.

Hlýtt var í veðri og hiti vel yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en í meðallagi sé miðað við hin óvenjuhlýju ár síðasta áratuginn. Meðalhiti í Reykjavík var 1,7 stig, 1,4 yfir meðallagi fyrrnefndu áranna, en 0,2 yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var hiti 1,3 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 en 0,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica