Fréttir
Jarðskjálftar úti fyrir mynni Eyjafjarðar.

Jarðskjálftar úti fyrir mynni Eyjafjarðar

26.2.2014

Tveir jarðskjálftar sem báðir voru 3,4 að stærð mældust úti fyrir mynni Eyjafjarðar, vestast á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu, í morgun (26. feb.). Sá fyrri varð kl. 08:06 og sá síðari kl. 08:12. Upptök skjálftanna voru á svipuðum slóðum og skjálftahrina sem varð um mánaðamót september og október 2013. Tilkynningar bárust frá Ólafsfirði og Siglufirði um að skjálftarnir hefðu fundist þar. Síðast liðinn mánudag mældust um 30 skjálftar rétt vestan við þetta svæði.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica